G&G Ninestar - betra blek!

Skrifstofuvörur eru með einkaumboð hér á landi fyrir blek og tóner frá G&G Ninestar.  Allt frá árinu 2000 hefur Ninestar sérhæft sig í framleiðslu á hágæði bleki og á fjölda einkaleyfa í blek- og tónerframleiðslu.

Blekið frá Ninestar er notað í yfir 170 löndum og nú hefur Ísland bæst í hópinn.Ninestar hefur í samstarfi við Tækniháskólann í Dalian í Kína fundið upp pigment blek sem gefur ljósmyndum endingu í yfir 100 ár.  Í dag er Ninestar eini framleiðandi samheita blekhylkja sem framleiðir blek með þessari endingu.

Í júní 2016 prentuðum við út tvær myndir með tveimur Canon IP7250 prenturum. Önnur myndin var prentuð með bleki frá óþekktum framleiðanda (tv) og hin með bleki frá G&G Ninestar sem er samheitablekið sem við seljum (th).  Blekið okkar dofnar ekki með tímanum, notaðu blek í prentarann þinn sem þú getur treyst!

Með bleki frá G&G Ninestar verða myndirnar þínar jafn skarpar og með bleki frá frumframleiðanda, jafnvel skarpari:

ÁBYRGÐARMÁL

Samkvæmt ábyrgðarskilmálum prentaraframleiðenda þá fellur framleiðandaábyrgð á tækjum ekki úr gildi við notkun samheita eða endurgerðra prenthylkja nema rekja megi bilunina til notkunnar á þeim hylkjum.

Framleiðandi eða  umboðsaðili þarf að sanna að bilun varð í tækinu vegna þess að ekki voru notuð prenthylki frá upprunanlegum framleiðanda. Ef þú lendir í vandræðum með prentarinn þinn komdu með hann fyrst til okkar við gerum okkar besta við að leysa málin.

100% GÆÐI

Öll G&G Ninestar blekhylki sem Skrifstofuvörur selja uppfylla strangar kröfur um gæði vöru. G&G Ninestar hefur hlotið vottun hinna ýmsu gæðastaðla sem tryggja gæði vörunar sem og endingu ásamt hámarksgæðum á útprentunum.

 

ÞÚ SPARAR

Hafir þú verið að kaupa blekhylki í prentarann þinn frá upprunanlegum framleiðanda eins og Canon, HP eða Epson þá getur þú hæglega sparað meira en allt að 50% með því að versla G&G samheitahylkin hjá okkur.

 

Newsletter

A short sentence describing what someone will receive by subscribing